Tjón og tryggingar

Búseturétthafar bera ábyrgð á að tryggja sitt innbú með heimilis- eða innbústryggingu. Búseti sér um að brunatrygging sé til staðar.

Ef eldsvoði eða innbrot á sér stað er slíkt tilkynnt í síma 112. Starfsfólk Búseta aðstoðar við að greiða úr málum tengdum slíkum atvikum.

Ef tjón verður er mikilvægt að bregðast strax við og tilkynna það viðeigandi aðilum og skrifstofu Búseta við fyrsta tækifæri.

Bruna- og vatnstjón

Þegar um bruna- og vatnstjón er að ræða þurfa íbúar að hafa tafarlaust samband við TM.
Símanúmer: 515 2000
Grænt símanúmer: 800 2000
www.tm.is
Tjónavakt TM utan opnunartíma er í síma: 800 6700

Í neyðartilfellum er hægt að hringja í neyðarsíma Búseta sem er 556 0112.

Upplýsingar um tjón og tryggingar

Húseigendatrygging er samsett tryggingarvernd tíu tryggingarþátta og tekur til helstu tjóna sem geta orðið á húseigninni sjálfri annarra en brunatjóna.

Húseigendatrygging veitir þannig víðtæka og nauðsynlega vernd gegn tjónum á húseignum ásamt því að hún innifelur ábyrgðartryggingu fyrir húseigenda. Ábyrgðartryggingin tryggir eiganda gegn þeirri skaðabótaskyldu sem fallið getur á hann sem eiganda húseignar eða húshluta.

Vátryggingarfjárhæðin miðast við brunabótamat húseignarinnar.

Húseigendatryggingu TM innifelur eftirfarandi tryggingarvernd:

  • Vatnstjónstrygging
  • Glertrygging
  • Foktrygging
  • Húsaleigutrygging
  • Innbrotstrygging
  • Sótfallstrygging
  • Skýfalls- og asahlákutrygging
  • Frostsprungutrygging
  • Brots- og hrunstrygging
  • Ábyrgðartrygging húseiganda

Brunatrygging er lögbundin trygging sem bætir tjón á húsnæði vegna eldsvoða. Vátryggingarfjárhæð er í samræmi við brunabótamat hússins sem unnið er af Þjóðskrá Íslands.

Tryggingin bætir:

  • Tjón vegna eldsvoða, eldinga, sótfalls eða sprenginga, svo sem gassprenginga við eldunartæki.
  • Tjón á öllum innréttingum svo sem eldhús- og baðinnréttingum.
  • Tjón á gólfefnum.
  • Tjón á skjólveggjum og pöllum.
  • Tjón á eldavélum.
  • Kostnað við það að hreinsa og ryðja burt brunarústum.
  • Kostnað tengdan björgunar- og slökkvistarfi.

Sjá nánar um brunatryggingu húseigna hjá TM hér

Íbúar bera ábyrgð á því að tryggja innanstokksmuni sína t.d. með heimilis- eða innbústryggingu.

Íbúi ber alltaf sjálfsábyrgð vegna tryggingatjóna innan íbúðar.

Ef íbúar valda eða verða varir við tjón eða skemmdir á fasteign ber að tilkynna það umsvifalaust til TM í síma 515-2000 eða 800-6700. Einnig skal tikynna Búseta um slík tilfelli við fyrsta tækifæri.

Sérstaklega er áríðandi að fyrirbyggja skaða þegar um vatnstjón er að ræða og ber íbúum skylda til að reyna að lágmarka tjónið eins og mögulegt er. Þá ber leigutkaka að sjá til þess að tryggingafélag klári meðferð tjónamáls.

Þegar vatnstjón verður í íbúð er sjálfsábyrgðin á kostnað íbúa.

Sérstaklega er áríðandi að fyrirbyggja skaða þegar um vatnstjón er að ræða og ber íbúum skylda til að reyna lágmarka tjónið eins og mögulegt er.

Ef um eldsvoða eða innbrot er að ræða þarf að hafa strax samband við slökkvilið og lögreglu í síma 112.

Einnig skal tikynna Búseta um slík tilfelli við fyrsta tækifæri og við aðstoðum eftir atvikum vegna eftirmálanna.

Áríðandi er að huga að eldvörnum heimila.

  • Best er að hafa reykskynjara í öllum rýmum, að lágmarki framan við eða í hverri svefnálmu og á hverri hæð á heimilinu.
  • Léttvatnstæki á að vera á vegg við helstu flóttaleið.
  • Eldvarnateppi á að vera á sýnilegum stað í eldhúsi, þó ekki of nærri eldavél.

Mikilvægt er að kynna sér leiðbeiningar um notkun og viðhald búnaðarins.