Félagið gætir hagsmuna félagsmanna í nútíð og framtíð með sjálfbærni í huga
Búseti er húsnæðissamvinnufélag sem býður upp á fjölbreytt úrval fasteigna fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Félagsaðild í Búseta er öllum opin óháð aldri eða búsetu. Félagið vinnur að hagsmunum núverandi og verðandi félagsmanna og tryggir umsjón, viðhald, endurnýjun og fjölgun fasteigna með hagkvæmum hætti. Með því að gerast félagsmaður í Búseta geturðu eignast búseturétt í fjölbreyttri flóru fasteigna á höfuðborgarsvæðinu.
Búseti er húsnæðissamvinnufélag að norrænni fyrirmynd og býður upp á hátt í 1.400 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Ávinningur af rekstri rennur til allra notenda, sem jafnframt eru eigendur, í formi veittrar þjónustu og hagkvæmra gjalda. Markmið Búseta er að byggja, reka og viðhalda íbúðarhúsnæði til langs tíma í þágu félagsmanna. Félagið gætir hagsmuna allra félagsmanna með samfélagsábyrgð og langtímahugsun að leiðarljósi.
Skráning fer fram í gegnum vefsíðu Búseta. www.buseti.is/gerast-felagi Það tekur 2-3 mínútur að ganga frá skráningu. Til þess að skrá þig í félagið þarft þú að gefa upp tengiliðaupplýsingar og hafa tiltækt greiðslukort til þess að greiða félagsgjald að upphæð 5.500 kr. og síðan árlegt félagsgjald.
Allir félagsmenn fá úthlutað félagsnúmeri þegar þeir ganga í félagið. Númerið sem úthlutað er tekur mið af hvenær gengið er í félagið. Gott er að skrá sig sem fyrst í félagið þar sem lægra félagsnúmer hefur forgang á það sem hærra er. Þegar þú ákveður að bjóða í búseturétt þá ræður m.ö.o. félagsnúmerið hvar þú lendir í röð umsækjenda.
Það geta allir orðið félagsmenn sem eru með íslenska kennitölu óháð aldri og búsetu.
Þegar félagsmaður greiðir ekki árgjald tvö ár í röð eða skráir sig úr félaginu verður númerið ógilt. Hvorki þú né annar getur fengið númerið. Þegar þú skráir þig aftur í félagið færðu úthlutað nýju númeri.
Félagsgjald er skuldfært árlega af kreditkorti eða debetkorti.
Hægt er að skrá barn þegar það er komið með kennitölu. Börn undir 18 ára aldri borga hálft félagsgjald. Félagsgjald fyrir börn er kr. 2.750.
Til að skrá aðild fyrir barn þarf að skrá kennitölu barnsins í reitinn "kennitala umsækjenda". Til að halda skráningu áfram þarf fjárráða einstaklingur að ganga frá skráningu og greiða félagsgjaldið.
Nei, félagsnúmer eru tengd við kennitölu og ganga ekki milli einstaklinga. Þess vegna er tilvalið að skrá barnið þitt í félagið. Þannig á það möguleika á að eignast búseturétt síðar á lífsleiðinni.
Félagsréttur og númer eru ekki framseljanleg en við andlát félagsmanns færast þau yfir til eftirlifandi maka eða sambúðarmaka í sambúð sem skráð er í þjóðskrá. Nánari upplýsingar má finna í samþykktum félagsins og lögum um húsnæðissamvinnufélög.
Lögráða félagsmenn hafa atkvæðisrétt á fundum félagsins og geta boðið sig fram í stjórn þess. Framboð þarf að berast skriflega til stjórnar félagsins a.m.k. 10 dögum fyrir aðalfund. Framboð til formanns þarf að tilkynna sérstaklega.
Félagsmenn geta sagt sig úr félaginu og skulu þeir gera það með sannanlegum hætti. Best er að skrá sig inn á Minn Búseti með rafrænu skilríki eða kt. og lykilorði og velja Breyta félagsaðild. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið buseti@buseti.is og óska eftir úrsögn úr félaginu. Ekki er hægt að fá gamla númerið aftur ef þú vilt skrá þig síðar. Hugsaðu þig um áður en þú segir þig úr félaginu - það felast verðmæti í lágu félagsnúmeri. Það geta skapast aðstæður þar sem þú vilt eiga lágt félagsnúmer sem opnar á marga möguleika.
Nei, félagsmaður þarf sjálfur að segja sig úr félaginu, sú ákvörðun er aldrei tekin fyrir fólk. Þótt farið sé á almennan markað eða félagsmaður flytur á hjúkrunarheimili þarf að segja upp félagsaðild, kjósi félagsmaður að hætta í félaginu.
Já, það er gott að eiga þennan möguleika í framtíðinni, t.d. ef þú þarft að stækka eða minnka við þig vegna breyttra fjölskylduaðstæðna. Það felast verðmæti í lágu félagsnúmeri.
Hafi félagsmaður ekki greitt árgjald tvö ár í röð fellur hann úr félaginu. Það gerist þó ekki fyrr en í lok síðara ársins sem hann greiðir ekki félagsgjaldið.