Lánamöguleikar

Viðskiptabanki Búseta er Landsbankinn. Hjá bankanum bjóðast sérkjör fyrir félagsmenn þegar fjárfest er í búseturétti.

Upplýsingar um lán

  • Útibú Landsbankans í Borgartúni 33 sér um allt sem viðkemur lánveitingunni
    Sími þar er 410 4000
  • Tengiliðir eru Björk Pálsdóttir, Ósk L. Heimisdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir og Wentzel Steinarr R Kamban og Þórný Jóhannsdóttir
  • Lánið er flokkað sem fasteignalán og er háð lánareglum Landsbankans. Lánið er veitt að undangengnu greiðslumati bankans
  • Lánið getur verið á bilinu 20% til 50% af virði búseturéttar. Hámarksupphæð láns er tilgreind í auglýsingu
  • Lánstími er allt að 10 ár og miðað er við jafnar greiðslur eða jafnar afborganir
  • Lánið er með breytilegum vöxtum 11,55% óverðtryggt og 4,45% verðtryggt. Hægt er að fylgjast með þróun vaxta á vef Landsbankans. Liður nr. 3 skuldabréf og lánasamninga, kjörvaxtaflokkur 0: án álags.
  • Lántökugjald er kr. 59.900,- og er ekki lánað fyrir þeim kostnaði
  • Seðilkostnaður er kr. 635,- fyrir seðilinn heim, skuldfærð pappírslaus greiðsla kostar kr. 140,-
  • Hægt er að borga inn á lánið og greiða það upp hvenær sem er án uppgreiðslugjalds
  • Möguleiki er á því að færa lánið á milli búseturétta en það er alltaf gert upp við flutning úr kerfinu
  • Farið er fram á greiðslumat lántakanda og Búseti áskilur sér rétt á að athuga lánshæfi viðkomandi með tilliti til greiðsluhæfi og sögu
  • Kostnaður vegna greiðslumats er kr. 7.900.- fyrir einstakling og kr. 12.900,- fyrir hjón.
  • Skrifstofan sendir bankanum upplýsingar um úthlutun þína en þú sækir svo sjálf/ur um greiðslumatið á heimasíðu bankans
  • Fyrsti gjalddagi er samkomulagsatriði við bankann
  • Lánareiknivél Landsbankans

Rafrænt greiðslumat

Eftirfarandi gögnum þarf að skila inn til bankans ef ekki er gert rafrænt greiðslumat

  • Ef þú ert ekki með rafræn skilríki þarftu að fá þér slík skilríki eða skila inn neðangreindum gögnum ásamt undirritun á skuldbindingayfirlit:
  • Skattskýrsla síðasta árs staðfest af skattayfirvöldum eða löggildum endurskoðanda
  • Síðasta álagningarseðil skattstjóra
  • Útprentun frá innheimtumanni Ríkissjóðs um skuldastöðu, fæst hjá Tollstjóranum í Reykjavík og sýslumönnum
  • Staðgreiðslurskrá og launaseðlar/lífeyrisbætur síðustu 6 mánaða
  • Afrit af greiðsluseðlum allra lána s.s. skuldabréfa, bílalána, og LÍN
  • Yfirlit yfir aðrar skuldir svo sem raðgreiðslur, fjölgreiðslur og yfirdráttarheimildir
  • Undirrituð beiðni um lánayfirlit (bankinn útvegar)

Algengar spurningar varðandi lán

Já það er hægt að taka minna lán. Í auglýsingunni er sett inn hámarkslán. Hver og einn velur hvaða upphæð hentar fyrir sig.

1) Fjármagna búseturéttinn með Landsbankaláni sem Búseti býður uppá. Hægt er að greiða lánið upp þegar fasteignin er seld.

2) Hafa samband við sinn viðskiptabanka og athuga hverjir möguleikarnir eru. Fordæmi eru fyrir því að bankar veita brúarlán á meðan sala á fasteign gengur yfir.

Nei því miður. Við auglýsum hámarkslán í gegnum Landsbankann.

Félagsmenn geta einnig haft samband við sinn viðskiptabanka og athugað hvort möguleiki er á láni hjá þeim.