Í samræmi við tilmæli stjórnvalda, eftir að Covid-19 smitum fór að fjölga að nýju, óskum við hjá Búseta eftir að dregið sé úr heimsóknum á skrifstofu okkar. Við viljum gjarnan að erindum sé beint til okkar gegnum tölvupóst og síma þegar mögulegt er. Hér á vefsíðu Búseta er að finna símanúmer og tölvupóst allra starfsmanna. Einnig er hægt að senda okkur erindi á buseti@buseti.is.
Langtímahugsun og húsnæðisöryggi eru hugtök samofin starfsháttum Búseta og ber félagið hagsmuni sinna félagsmanna fyrir brjósti. Hjá Búseta hefur verið mynduð aðgerðaáætlun fyrir þá sem upplifa tímabundinn tekjumissi vegna COVID-19 veirunnar. Þessi áætlun felur í sér að lagt verður mat á aðstæður hvers og eins og í framhaldi boðin leið sem hentar.
Í grundvallaratriðum stendur úrræðið þeim til boða sem hafa misst vinnu í uppsögnum en einnig sjálfstætt starfandi einstaklingum sem upplifa tekjumissi. Úrræði Búseta gerir ráð fyrir að boðið verði upp á frestun og dreifingu á greiðslum. Þannig geti búseturéttarhafar og leigjendur óskað eftir að lækka greiðslur sínar um allt að 50% á þriggja mánaða tímabili. Þeir sem nýta úrræðið munu geta dreift eftirstöðvunum í allt að 24 mánuði sér að kostnaðarlausu.
Samantekt:
Þeir sem vilja leita til Búseta vegna þessa er bent á að senda umsókn með viðeigandi rökstuðningi hér fyrir neðan. Við óskum eftir að rafrænar leiðir séu nýttar í þessu skyni og að fólk mæti ekki á skrifstofu félagsins til að draga úr smithættu vegna COVID-19.
Í grundvallaratriðum stendur úrræðið þeim til boða sem hafa misst vinnu í uppsögnum en einnig sjálfstætt starfandi einstaklingum sem upplifa tekjumissi.
Úrræði Búseta felur í sér að boðið er upp á frestun og dreifingu á greiðslum. Þannig geti búseturéttarhafar og leigjendur óskað eftir að lækka greiðslur sínar um allt að 50% á þriggja mánaða tímabili. Þeir sem nýta úrræðið munu geta dreift eftirstöðvunum í allt að 24 mánuði sér að kostnaðarlausu.
Úrræðið hefur engin áhrif á framtíðargreiðslur umfram dreifingu á eftirstöðvum í 24 mánuði.
Lögð er áhersla á að lagt er mat á aðstæður hvers og eins. Sé um eldri vanskil að ræða hvetjum við viðskiptavini til að hafa samband við okkur sem fyrst þar sem auðveldara er að vinna að lausn áður en vanskil verða veruleg. Ýmis úrræði eru í boði fyrir heimili til að takast á við vandann.
Til að sækja um úrræðið þarf að fylla út umsóknina hér að ofan. Við reynum að svara viðskiptavinum innan fimm virkra daga.
Enginn kostnaður er innheimtur fyrir að nýta úrræðið.
Sé ekki þörf fyrir úrræðið eftir að sótt er um það er best að senda tölvupóst á buseti@buseti.is með þeim upplýsingum.