Stjórn og stjórnarhættir

Markmið Búseta er að byggja, reka og viðhalda íbúðarhúsnæði til langs tíma í þágu félagsmanna

Góðir stjórnarhættir

Góðir stjórnarhættir leggja grunninn að ábyrgri stjórnun og ákvarðanatöku með ofangreint markmið að leiðarljósi. Stjórn og framkvæmdastjóri Búseta leggja áherslu á góða stjórnarhætti og meta reglulega stjórnarhætti sína með tilliti til viðurkenndra leiðbeininga þar um.

Starfsreglur stjórnar

Stjórnarháttayfirlýsing

Framkvæmdastjóri Búseta

Bjarni Þór Þórólfsson hóf störf sem framkvæmdastjóri Búseta árið 2017. Hann hefur á liðnum árum starfað sem stjórnandi á sviði fjármálamarkaða, hugbúnaðargeira og fasteignageira. Bjarni lauk M.Sc. gráðu frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og B.Sc. gráðu frá Ríkisháskólanum í Kaliforníu og hefur stundað kennslu á háskólastigi. Hann er í stjórn NBO sem eru samtök norrænna húsnæðisfélaga. Bjarni er viðurkenndur stjórnarmaður frá Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti fyrirtækja við Háskóla Íslands og hefur lokið löggildingu sem leigumiðlari.

Stjórn

Finnur Sigurðsson

Stjórnarmaður

Finnur lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1990. Hann hefur starfað á fyrirtækjasviði Origo frá árinu 2002 og býr að mikilli þekkingu á sviði upplýsingatækni. Finnur er félagsmaður í Búseta.

Helga Egla Björnsdóttir

Stjórnarmaður

Helga er deildarstjóri innan tekjustýringar á sölu- og markaðssviði hjá Icelandair. Hún er með B.A. gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands og alþjóðlegt IATA/UFTAA próf. Helga er búseturéttarhafi.

Erna Borgný Einarsdóttir

Stjórnarmaður

Erna Borgný er ráðgjafi hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Wise. Hún er með Diplóma-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Erna Borgný er viðkenndur bókari og búseturéttarhafi.

Jón Ögmundsson

Stjórnarformaður

Jón er hæstaréttarlögmaður og meðeigandi Altus lögmanna slf. Hann er með próf í lögfræði frá HÍ og Háskólanum í Miami (UM). Jón er með lögmannsréttindi í Flórídaríki í Bandaríkjunum ásamt löggildingu sem fasteigna- fyrirtækja- og skipasali. Hann hefur mikla reynslu af lögmannsstörfum innanlands sem utan og málum tengdum fasteignum. Jón er félagsmaður í Búseta.

Valur Þórarinsson

Stjórnarmaður

Valur er kennari frá Kennaraskóla Íslands. Starfsvettvangur hans hefur fyrst og fremst tengst verkefnum í opinberri stjórnsýslu auk ráðgjafarstarfa hjá hugbúnaðarfyrirtækjum sem sinna þeim geira. Valur er félagsmaður í Búseta og búseturéttarhafi.

Gunnlaugur Magnússon

Varamaður í stjórn

Gunnlaugur rekur bókhaldsþjónustu. Hann er félagsmaður og maki búseturéttarhafa.

Hildur Mósesdóttir

Varamaður í stjórn

Hildur er viðurkenndur bókari og starfar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Hildur er félagsmaður í Búseta.