Styrktarstefna Búseta

Búseti styrkir fá en val valin málefni í samfélaginu sem ríma við grunngildi félagsins. Styrktarstefnan endurspeglar þannig markmið félagsins um sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Hún tekur mið af þeim heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem Búseti hefur valið að vinna eftir. Með starfsemi sinni stuðlar Búseti að jákvæðri framþróun samfélagsins í víðu samhengi. Félagið leggur áherslu á að styrkja málefni í nærumhverfinu sem gagnast samfélaginu. Heimsmarkmiðin sem Búseti hefur valið að vinna eftir eru:

  • Heilsa og vellíðan
  • Sjálfbær orka
  • Aukin jöfnuður
  • Sjálfbærar borgir og samfélög
  • Ábyrg neysla og framleiðsla

Við val á styrkþegum er horft til eðli verkefna og mála, markmiða styrkþega og hvernig styrkurinn gæti tengst ofangreindum markmiðum Búseta.

Félagið styrkir ekki á grundvelli persónulegra hagsmuna eða viðskiptatengsla. Það styrkir ekki rekstur fyrirtækja, trúfélaga, stjórnmálaflokka eða ferðalög einstaklinga.

Afgreiðsla styrkja ræðst af áherslum og fjölda umsókna hverju sinni. Gerður er greinarmunur á milli auglýsinga og styrkbeiðna. Fyrirspurnum um auglýsingar ber að beina til félagsins á netfangið buseti@buseti.is.

  • Styrkir sem Búseti veitir eru liður í að láta gott af sér leiða í anda samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækisins og án markmiða um auglýsingu eða aðra kynningu fyrir félagið.
  • Búseti skilgreinir auglýsingar sem kynningu á starfsemi félagsins sem hefur að markmiði að auka sýnileika og efla ímynd félagsins.

Uppfært 26.06.2024