Stefna um vafrakökur
Vefsíða Búseta notar vafrakökur (e.cookies) til að tryggja sem bestu upplifun af vefsvæðinu fyrir notendur.
Hvað er vafrakaka?
Vafrakaka er lítil skrá, gjarnan samsett af tölu og bókstöfum. Þegar farið er inn á vefsíðuna buseti.is vistast vafrakökur (e.cookies) í tölvu notandans. Vafrakökur gera vefsvæðum kleift að þekkja tölvur notenda og því er vafrakaka eins konar stafrænt merki sem man hvar þú hefur verið á netinu.
Vafrakökur hafa ólíkan tilgang en sumar þeirra eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsvæða. Þær kökur eru ekki háðar samþykki notenda heldur byggir notkun þeirra á lögmætum hagsmunum Búseta, sem felast í því að geta veitt góða upplifun á vefsíðu sinni og til að stuðla að frekari þróun hennar.
Aðrar vafrakökur eru notaðar t.d. vegna greininga á vefsvæðum, fyrir stillingar á vefsvæðum og markaðssetningu. Notendur þurfa að veita samþykki fyrir notkun á þeim vafrakökum.
Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á eftirfarandi vefsíðu um vafrakökur: www.allaboutcookies.org.
Kökur sem Búseti notar á vefsíðunni sinni
Búseti notast við nokkrar tegundir af vafrakökum á vefsíðu sinni og eru kökurnar notaðar í eftirfarandi tilgangi:
Þær persónuupplýsingar sem safnast með kökunum eru m.a. upplýsingar um IP tölu, staðsetningu, aðgerðir á vefsíðu og búnað og vafra notanda. Einnig eru notaðar auðkenningarkökur fyrir innskráningu inn á Minn Búseti. Tilgangur þeirra er að passa upp á að notandinn fái einungis upplýsingar um það sem viðkemur honum einum.
Félagið notast við kökur frá þriðja aðila m.a. Google Analytics frá Google, CookieHub, Facebook Pixel frá Meta, Mailchimp og Youtube.
Google Analytics og Pixels frá Facebook nota sínar eigin kökur til að fylgjast með samskiptum gesta við vefsvæði. Á grundvelli þess áskilur Búseti sér rétt til að birta notendum auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningarkerfi Google og Facebook. Upplýsingarnar eru skráðar með aðstoð og notkun á cookies. Þeir sem ekki vilja sjá slíkar auglýsingar geta slökkt á notkun á kökum. Vakin er athygli á því að upplýsingar um notkun á vafrakökum frá Google og Facebook má finna á vefsíðum þeirra.
Samþykki á notanda
Engar vafrakökur sem tengjast vinnslu persónuupplýsinga eru virkjaðar án samþykkis notenda.
Vinnsla þeirra persónuupplýsinga sem safnast með notkun á öðrum vafrakökum er hins vegar byggð á samþykki þínu. Þegar þú heimsækir vefsvæðið í fyrsta skipti birtist borði þar sem þú ert beðin/n um að samþykkja þær vafrakökur sem félagið notast við. Vefurinn nýtir sér þjónustu CookieHub til að halda utan um samþykki notenda.
Þú getur hvenær sem er afturkallað þetta samþykki þitt með því að loka á kökur á vefsíðunni eða eyða þeim úr vafra þínum. Það kann hins vegar að hamla virkni síðunnar að einhverju leyti.
Hér má fá leiðbeiningar (á ensku) um stillingu á vefkökum
Varðveislutími
Vafrakökur eru geymdar í tölvum notenda, m.a. kökur frá Facebook og Google, að hámarki í 13 mánuði frá því að notandi heimsóttir síðast vefsíðu Búseta.
Nánari upplýsingar
Félagið getur frá einum tíma til annars breytt stefnu þessari í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum eða vegna breytinga á því hvernig félagið notast við vefkökur.
Nánari upplýsingar um meðferð á persónuupplýsingum má finna í persónuverndarstefnu Búseta, sem aðgengileg er hér. Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar, vinsamlegast hafðu samband gegnum tölvupóst: personuvernd@buseti.is