Mannréttindi og mannauður
Eins og fram kemur í starfs- og siðareglum Búseta skulu allir vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kyns, kynþáttar, kynhneigðar, uppruna, litarhafts, trúarbragða, aldurs, fötlunar, hjúskapar- eða fjölskyldustöðu. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
Mannréttindstefna
Búseti er aðili að Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð og horfir til viðmiða alþjóðaverkefnis Sameinuðu þjóðanna UN Global Compact hvað varðar áherslur og starfshætti. Að starfshættir félagsins séu í samræmi við tíu meginreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, vinnumarkað, umhverfismál og aðgerðir gegn spillingu.
Hin tíu grundvallarviðmið
Með þátttöku í Global Compact geta fyrirtæki tekið þátt í því að þróa markaðshagkerfi sem stuðlar að velferð samfélags og umhverfis með því að samtvinna hin tíu grundvallarviðmið við heildarstefnu fyrirtækisins. Grunvallarviðmiðin eru á sviði mannréttinda, vinnumarkaðsmála umhverfismála og baráttu gegn hvers kyns spillingu.
Mannréttindi
- Fyrirtæki styðja og virða vernd alþjóðlegra mannréttinda
- Fyrirtæki fullvissa sig um að þau gerist ekki meðsek um mannréttindabrot.
Vinnumarkaður
- Fyrirtæki styðja við félagafrelsi og viðurkenna í raun rétt til kjarasamninga.
- Fyrirtæki tryggja afnám allrar nauðungar- og þrælkunarvinnu.
- Virkt afnám allrar barnavinnu er tryggt.
- Fyrirtæki styðja afnám misréttis til vinnu og starfsvals.
Umhverfi
- Fyrirtæki styðja beitingu varúðarreglu í umhverfismálum.
- Fyrirtæki hafi frumkvæði að því að hvetja til aukinnar ábyrgðar gagnvart umhverfinu.
- Fyrirtæki hvetji til þróunar og nýtingar á umhverfisvænni tækni.
Gegn spillingu
- Fyrirtæki vinni gegn hvers kyns spillingu, þar með talið kúgun og mútum.
Mannauður
Hjá Búseta starfar átján manna samheldinn og skapandi hópur þar sem kynjaskipting er jöfn.
- Markmið Búseta er að hafa yfir að ráða hæfu og áhugasömu starfsfólki sem skapar metnaðarfullt og jákvætt vinnuumhverfi.
- Fjölbreyttur bakgrunnur starfsfólks Búseta gerir vinnustaðinn skemmtilegan og lagt er upp úr að búa vel að starfsfólki.
- Með sameiginlegum gildum stillir hópurinn saman strengi, byggir öflugt félag og eftirsóknarverðan vinnustað með öflugri liðsheild og metnaði.
- Starfsfólk Búseta er í góðu samstarfi við allmarga trausta verktaka sem starfa í þágu félagsins.
- Þekking mannauðs og færni er mikilvægasta auðlind félagsins. Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem sinna mismunandi störfum og búa að ólíkri reynslu og þekkingu.
Starfsfólk Búseta