Búseti leggur áherslu á að öryggismál séu höfð í öndvegi. Búseti leggur upp úr fagmennsku þegar kemur að framgangi verkefna á vegum félagsins. Stefna Búseta í málaflokknum er slysalaus starfsemi og vellíðan á vinnustað.
Eftirfarandi atriði mynda grunn að öryggisstefnu Búseta og skulu höfð til grundvallar þegar kemur að starfsemi á vegum Búseta. Henni skal miðlað til verktaka og undirverktaka Búseta. Þrátt fyrir að Búseti leggi áherslu á eftirfarandi atriði í starfsemi verktaka ber Búseti ekki ábyrgð á öryggi og heilsu starfsmanna á þeirra vegum.
Markmið Búseta er að:
Innan Búseta er unnið eftir áhættumati þar sem atvik sem snerta öryggis-, heilsu- og vinnuverndarmál eru skráð og unnið úr þeim til að draga megi af þeim lærdóm í forvarnarskyni. Öryggisstjóri er starfandi hjá fyrirtækinu sem starfar að málaflokknum í samstarfi við sinn næsta yfirmann og framkvæmdastjóra.