Við óskum eftir þinni aðstoð til að draga úr kolefnisspori okkar. Búseti tekur á móti rafrænum reikningum í gegnum Sendil, en Sendill sérhæfir sig í rafrænum reikningum fyrir fyrirtæki á netinu. Þeir kröfuhafar sem eru með tengingu við rafræna skeytamiðlara er bent á að nota þá til að senda reikninga til okkar.
Ef kröfuhafar Búseta húsnæðissamvinnufélags og Leigufélags Búseta eru ekki með rafræna skeytamiðlun, mælum við með því að reikningar séu sendir til okkar rafrænt í tölvupósti á reikningar@buseti.is fyrir Búseta hsf. eða leiga@buseti.is fyrir Leigufélag Búseta.
Rafrænir reikningar eru umhverfisvænir, móttaka er hraðari og dregur úr vinnu við skráningu og bókun og því hvetjum við kröfuhafa til að nýta sér þessa lausn.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Búseta með því að senda tölvupóst á fjarmal@buseti.is eða í síma 556-1019.