Búseta er umhugað um að finna heppilegustu lausnir í rafhleðslumálum í ljósi aðstæðna á hverjum stað
Í nýbyggingum Búseta er gert ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla á bílastæðum eins og kveðið er á um í byggingarreglugerð en við gerum betur með því að huga að eldri byggingum okkar. Tengibúnaður hefur verið settur upp á bílastæðum við hús okkar við Austurkór og Kristnibraut í samstarfi við búsetufélögin, búseturéttarhöfum til eignaaukningar.
Þá hefur Leigufélag Búseta sett upp hleðslustöðvar við þrjú hús, að Berjavöllum, Hólmvaði og Litlakrika.
Búseturétthafar geta haft samband við búsetufélagið í sínu húsi til þess að grennslast fyrir um málið. Einnig má hafa samband við viðhaldsdeild Búseta til þess að fá upplýsingar um rafhleðslustöðvar, sölu- og þjónustuaðila. Í íbúðum Leigufélags Búseta skal hafa samband við viðhaldsdeild.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur tekið saman gagnlegar upplýsingar um allt sem viðkemur rafbílum og hleðslu þeirra, m.a. öryggismál. Smelltu hér til að opna tengil