Uppbygging íbúða í borginni er til umfjöllunar í nýútkomnu riti Reykjavíkurborgar. Í tilefni af 40 ára afmæli Búseta er í ritinu rætt við þá Bjarna Þór Þórólfsson framkvæmdastjóra og Pál Gunnlaugsson arkitekt. Páll, sem er einn af stofnendum Búseta og fyrrum stjórnarformaður, hefur að undanförnu ritað sögu Búseta í tilefni af stórafmælinu.
Á meðfylgjandi mynd eru þeir Bjarni Þór og Páll.