Hús Búseta við Tangabryggju 5 mun rísa á sameiginlegum byggingarreit með Bjargi íbúðafélagi. Um er að ræða byggingasvæði í Bryggjuhverfi þrjú þar sem starfsemi Björgunar var áður til staðar. Fyrsta skóflustunga var tekin 9. júní með fulltrúum Reykjavíkurborgar og Bjargs. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í lok árs 2021.
Gísli H. Guðmundsson og Karl Andreassen frá Ístak ásamt Bjarna Þór Þórólfssyni og Erlu Símonardóttur frá Búseta.