Tilkynning vegna lækkunar á mánaðargjaldi í september

Vaxtastuðningur kemur til lækkunar á fjármögnunarkostnaði í mánaðargjaldi septembermánaðar

Kæru Búseturéttarhafar.

Við álagningu opinberra gjalda 2024 hjá Skattinum var ákvarðaður sérstakur vaxtastuðningur, sem var hluti af kjarasamningum er undirritaðir voru í mars 2024.

Þessi vaxtastuðningur, sem var reiknaður samkvæmt forsendum í skattframtali einstaklinga, hefur borist til Búseta og kemur til lækkunar á fjármögnunarkostnaði í mánaðargjaldi septembermánaðar.

Athugið að þetta á aðeins við um þá sem fengu reiknaðan vaxtastuðning skv. viðmiðum Skattsins. Ákveðnir búseturéttarhafar munu einnig koma til með að fá lækkun í október eða þar til stuðningurinn hefur verið fullnýttur.

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef spurningar vakna. En þó er best að heyra beint í Skattinum ef erindið varðar útreikning á upphæð vaxtastuðningsins.