Skrifstofur Búseta eru tímabundið staðsettar á annarri hæð hússins að Síðumúla 12, fyrir ofan verslun Kjaran. Framkvæmdir eru að hefjast á vegum Búseta sem hafa það að markmiði að þjóna enn betur hagsmunum félagsmanna og búseturéttarhafa. Framkvæmdirnar fela í sér að byggð verður þriðja hæðin ofan á höfuðstöðvar félagsins að Síðumúla 10. Þannig verður húsið stækkað um u.þ.b. 300 m2 um leið og önnur hæð hússins verður endurgerð. Áætlað er að framkvæmdirnar standi í sex mánuði.
Byggt á ofangreindu er nauðsynlegt að færa skrifstofuna tímabundið annað. Fyrir valinu varð ofangreind staðsetning sem vart gat verið nær.
Fyrsta myndin sýnir húsið sem tímabundið hýsir skrifstofu félagsins.
Seinni tvær myndirnar sýna teikningar af endurhönnuðum höfuðstöðvum Búseta.