Búseti og Jáverk hafa gengið frá samningi um byggingu á 72 íbúðum við Árskóga 5-7. Framkvæmir hefjast á næstu dögum og eru verklok áætluð sumarið 2021.
Um er að ræða tvær byggingar sem hafa að geyma þrjár tegundir íbúða, stúdíó, tveggja og þriggja herbergja íbúðir.
Húsin við Árskóga 5-7 eru afar vel staðsett hvað varðar þjónustu og samgöngur.