Þau Vala Matt og Pétur Ármannsson arkitekt heimsóttu byggingarverkefni Búseta við Einholt og Þverholt í Reykjavík í þætti Völu, Ísland í dag á Stöð 2 þann 4. september sl. Svæðið, sem gjarnan er kallað Smiðjuholt, þykir meðal best heppnuðu uppbyggingarsvæðum í Reykjavík. Pétur Ármannsson hafði sérstaklega á orði þátt Búseta þegar þau ræddu um hversu vel hefði tekist til með skipulag svæðisins.
Á svæðinu, sem markast af Einholti, Þverholti og Háteigsvegi, var áður iðnaðarhúsnæði. Á svæðinu störfuðu fyrirtæki eins og Smjörlíki, Ofnasmiðjan, Sól, Hampiðjan, Prentsmiðja Guðjóns Ó. og fleiri. Búseti fékk reitinn til umráða og hannaði og skipulagði sem eina heild. Pétur sagðist í þættinum halda að það hafi verið liður í því hversu vel hafi tekist til. Þá töluðu Pétur og Vala bæði um litagleði húsanna og fegurð. Form húsanna þykja einstök en þau eru brotin upp í einingar á hugvitsaman hátt, eins og fram kemur í máli Péturs.
Í eftirfarandi tengli má lesa um innskotið, horfa og hlusta: https://www.visir.is/g/20232458444d/ny-hverfi-ad-spretta-upp-a-hofudborgarsvaedinu
Horft yfir hús Búseta við Einholt og Þverholt úr suðri
Horft yfir hús Búseta við Einholt og Þverholt úr norðri
Í eftirfarandi tengli má lesa um innskotið, horfa og hlusta: https://www.visir.is/g/20232458444d/ny-hverfi-ad-spretta-upp-a-hofudborgarsvaedinu