Mikill áhugi á verkefni Búseta við Keilugranda endurspeglaðist í góðri mætingu á kynningarfund sem félagið hélt. Fundurinn var haldinn fimmtudaginn 3. október á Hótel Sögu. Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri Búseta hóf fundinn með inngangi og yfirliti yfir verkefnið og starfsemi Búseta ásamt helstu nýbyggingarverkefnum. Í framhaldi fór Sígríður Ólafsdóttir arkitekt yfir hönnunaráherslur Búseta almennt litið. Aðalheiður Atladóttir, annar aðalhönnuða verkefnisins, tók svo við og lýsti af kostgæfni einkennum og hönnun Keilugrandaverkefnisins. Ágústa Guðmundsdóttir markaðsstjóri Búseta kynnti að lokum nýjan kynningarvef um Keilugrandaverkefnið og fór yfir umsóknar- og kaupferlið. Í lok fundar áttu sér stað umræður og spurningum var svarað. Hér er hlekkur á sérstakan vef verkefnisins: Keilugrandi