Við hjá Búseta viljum upplýsa um eftirfarandi.
Mánaðarlega búsetugjaldið hækkar óhjákvæmilega hjá búseturéttarhöfum nú um mánaðamótin. Um er að ræða breytingu sem nemur hækkun á álagningu fasteignagjalda, vatns- og fráveitugjaldi og fasteigna- og brunatryggingum. Eins og kemur frá í 12 gr. laga um húsnæðissamvinnufélög þá felur mánaðarlegt búsetugjald í sér m.a. rekstrarkostnað, svo sem hita-, vatns- og rafmagnskostnað, fasteignagjöld og tryggingaiðgjöld.
Fasteignagjöld taka mið af fasteignamati en matið byggir á fasteignaverði. Þegar fasteignaverð hækkar hefur það áhrif á fasteignagjöld til hækkunar. Fasteignagjöld eru liður í mánaðarlegu búsetugjaldi og hækkar það sem nemur hækkun fasteignagjalda. Vatns- og fráveitugjöld eru föst gjöld og reiknuð út frá stærð húsnæðis en ekki notkun hverju sinni. Þau eru uppfærð miðað við byggingarsvísitölu árlega og birt 1. janúar. Verð á tryggingum eru út frá verði frá tryggingafélagi Búseta.