Veitur hefur sent frá sér tilkynningu um að það verður heitavatnslaust frá 19. ágúst kl. 22:00 til hádegis 21. ágúst vegna tenginga á nýrri flutningsæð hitaveitu.
Mikilvægt er að íbúar hafi skrúfað fyrir krana til að koma í veg fyrir slys og tjón þegar vatnið kemur á aftur.
Svæðið sem verður heitavatnslaust er allur Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes, Kópavogur (fyrir utan Lund), Norðlingaholt, Breiðholt, Almannadalur og Hólmsheiði.