Búseti mun í næsta mánuði auglýsa fyrstu búseturéttina til sölu í tveimur húsum við Tangabryggju í Reykjavík sem félagið keypti nýverið af Heimstaden. Alls er í húsunum 42 íbúðir sem nú eru í útleigu. Opið hús verður mánudaginn 11. september milli kl. 16:00 og 17:00 í íbúð 104 við Tangabryggju 2.
Búseti hefur að undanförnu verið að auka við framboð íbúða félagsins. Mikil eftirspurn hefur verið í þá búseturétti sem auglýstir eru mánaðarlega og því augljóslega þörf á fleirum. Fólk sækir í öruggt húsnæði og er það markmið Búseta að tryggja félagsmönnum sínum aðgengi að tryggu og góðu húsnæði á hagkvæmum kjörum.
Kaupin fóru fram í lok júlí sl. og tekur Búseti við öllum skyldum leigusala samkvæmt þeim samningum sem nú eru í gildi. Auk kaupanna hefur viljayfirlýsing verið undirrituð vegna kaupa á 90 íbúðum til viðbótar af Heimstaden. Fyrir átti Búseti 54 íbúðir í Bryggjuhverfinu, við Beimabryggju og Naustabryggju en alls um 1300 búseturéttar- og leiguíbúðir á höfuðborgarsvæðinu.
Tangabryggja 2 - framhlið
Tangabryggja 2 - bakhlið
Tangabryggja 4a - framhlið
Tangabryggja 4b - framhlið. Hér sést hvar ekið er niður í bílageymslu
Tangabryggja 4a og 4b - bakhlið