Búsetugjaldið í febrúar var þó nokkuð hærra en í janúar og spila þar nokkrir þættir inn í. Verið er að innheimta árgjaldið kr. 5.500.- fyrir einstakling og kr. 11.000.- ef bæði hjónin eru í félaginu. Neysluvísitalan hækkaði um 3,4 stig.
Búsetugjaldið í mars mun líka verða eitthvað hærra vegna hækkana á bruna- og fasteignatryggingum, sem og hækkana á fasteignagjöldum, vatns- og fráveitugjöldum. Vísitalan mun aðeins draga úr þessum hækkunum þar sem hún lækkar um 1,9 stig á milli mánaða.
Sú breyting verður gerð nú varðandi afslátt á fasteignagjöldum að hann verður settur strax inn í gjöldin í stað endurgreiðslu í desember.