Rétt eins og síðustu ár eru Búseti húsnæðissamvinnufélag og Leigufélag Búseta á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki 2024. Leigufélag Búseta er dótturfélag Búseta með á fjórða hundrað íbúða í safni sínu. En samtæða Búseta telur nú samtals hátt í 1.500 íbúðir. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sammerkt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla allra hag. Til að teljast Framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði, varðandi lánshæfi, ársreikning, rekstrartekjur, rekstrarhagnað, eignarfjárhlutfall og fleira. Aðeins 2% fyrirtækja á Íslandi eru svokölluð Framúrskarandi fyrirtæki.
Þá hafa Viðskiptablaðið og Keldan útnefnt Búseta Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2024. Til að teljast Fyrirmyndarfyrirtæki þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði er varða afkomu, tekjur, eignir og eignarfjárhlutfall. Stjórn og starfsfólk Búseta er að vonum ánægt með góðan árangur í rekstri félaganna. Traustur rekstur er lykilatriði þegar kemur að húsnæðisöryggi og langtímahugsun.