Það er mikið um að vera hjá starfsfólki Búseta þessa dagana þar sem við erum í óðaönn að pakka niður og flytja starfsemina aftur í Síðumúla 10. Eins og þekkt er hafa staðið yfir framkvæmdir á vegum Búseta sem fólu í sér að byggð var þriðja hæðin ofan á höfuðstöðvarnar. Þriðjudaginn 4. febrúar flytur þjónustuver Búseta til baka í Síðumúla 10 og gæti því verið erfiðara að ná í okkur þann daginn. Við þökkum skilninginn og þolinmæðina um leið og við biðjumst velvirðingar. Við minnum á að alltaf er hægt að senda póst á buseti@buseti.is og við leggjum okkur fram um að vinna eins fljótt úr fyrirspurnum og unnt er.