Meðal meginmarkmiða Búseta er að standa vel að viðhaldi fasteigna og leggur félagið sig fram um að styðja búseturéttarhafa þegar kemur að innra viðhaldi. Í grófum dráttum skiptist viðhaldsábyrgð í þrennt:
Mjög einfalt er að senda viðhaldsbeiðni til Búseta. Þú bókar viðhaldsbeiðni hér: https://www.buseti.is/thjonusta/thjonustubeidni/ og færð svar í tölvupósti með tímasetningu innan þriggja virkra daga.
Ferlið er skilvirkt og eina sem þú þarft að gera er að fylla út tengiliðaupplýsingar og lýsa erindinu. Greiða þarf gjald fyrir það sem ekki fellur undir ytri eða innri viðhaldssjóð samkvæmt reglum og verðskrá Búseta.