Aðalfundastörf verða samkvæmt samþykktum. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og viljum við hvetja búsetufélögin til að senda a.m.k. einn fulltrúa á fundinn. Formenn og gjaldkerar búsetufélaga fá sent fundarboð í tölvupósti.
Framboð til setu í stjórn Búseta á aðalfundinum eru sem hér segir:
Formaður stjórnar Jón Ögmundsson er í framboði til endurkjörs. Stjórnarmennirnir Jónína Lárusdóttir og Helga Egla Björnsdóttir eru í framboði til endurkjörs. Varastjórnarmaðurinn Gunnlaugur Magnússon er í framboði til endurkjörs.