Aðalfundur Búseta verður haldinn fimmtudaginn 28. maí nk. kl. 17:00 á Grand hótel, Sigtúni 38 í Reykjavík. Aðalfundastörf verða samkvæmt samþykktum. Félagsmenn sem hyggjast mæta á fundinn eru vinsamlegast beðnir að skrá þátttöku sína. Skráning fer fram hér
Framboð til setu í stjórn Búseta á aðalfundinum eru sem hér segir:
Formaður stjórnar Jón Ögmundsson er í framboði til endurkjörs.
Eftirtaldir einstaklingar hafa ákveðið að bjóða sig fram til stjórnar Búseta sem meðstjórnendur.
- Christine Einarsson
- Einar Kristinn Jónsson
- Finnur Sigurðsson (framboð til endurkjörs)
- Hildur Mósesdóttir (núverandi varamaður í stjórn)
- Jón Hreinsson (framboð til endurkjörs)
- Ragnar Sær Ragnarsson
- Valur Þórarinsson
Dagskrá samkvæmt samþykktum:
- Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
- Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá.
- Ákvörðun um fjárhæð inntökugjalds og árlegs félagsgjalds.
- Ákvörðun um stjórnarlaun.
- Ákvörðun um framlag til varasjóðs.
- Tillögur að breytingum á samþykktum félagsins.
- Kosning formanns.
- Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára.
- Kosning eins varamanns til tveggja ára.
- Kosning löggilts endurskoðanda til eins árs.
- Mál sem tiltekin eru í fundarboði.
- Önnur mál.
Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum. Fundarboð birtist 9. maí í Fréttablaðinu. Formenn og gjaldkerar búsetufélaga fá einnig fundarboð.
Búseti hsf. 2019 Samstæðuársreikningur